Sumarstarf í Jarðböðunum

January 10, 2025
Brown curved lines resembling a coffee cup.

Jarðböðin við Mývatn óska eftir að ráða sumarstarfsfólk í afgreiðslu og í Kaffi Kviku.

Starfið felur í sér fjölbreytt þjónustustörf, meðal annars afgreiðslu, útivaktir, þrif, símavörslu og annað sem til fellur í daglegum rekstri. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum, séu jákvæðir, þjónustulundaðir og liprir í starfi.

Gott vald á ensku, bæði í tali og rituðu máli, er skilyrði. Reynla af afgreiðslustörfum, þrifum og samskiptum við ferðaskrifstofur er mikill kostur.


Fyrirspurnir og umsóknir skulu senda til mannauðs- og markaðsstjóra Jarðbðanna á netfangið ragnhildur@jardbodin.is.



Jarðböðin við Mývatn er ört vaxandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og hefur á undanförnum árum fest sig í sessi í hjörtum heimamanna og ferðafólks hvaðanæva að úr heiminum. Jarðböðin eru lifandi vinnustaður þar sem metnaður og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi og markmiðið er ávallt að tryggja gestum einstaka upplifun.

Woman with red hair smiles as another person adjusts a watch on her wrist, in a store setting.