Una Torfa í Jarðböðunum

❣️UPPFÆRT VEGNA VEÐURS❣️
Kæru gestir!
Jæja, við ráðum víst ekki veðrinu og í ljósi afar óhagstæðrar veðurspár þá höfum við tekið ákvörðun um að færa tónleikana inn í Kaffi Kviku annaðkvöld og bjóða upp á huggulega stemningu þar kl. 20:00
Þetta þýðir það að baðferð undir ljúfum tónum Unu gengur ekki upp en auðvitað velkomið að nýta miðann og fara í bað fyrir eða eftir tónleika. Fyrir þá sem ekki kjósa það fá gjafabréf og eiga inni baðferð síðar meir
Til ykkar sem ekki voru búin að kaupa miða í lónið - örvæntið ekki! Við bjóðum ykkur öll velkomin í Kaffi Kviku og verðum að sjálfsögðu með tilboð á barnum en einnig á okkar klassísku súpum og léttu réttum.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur annaðkvöld!
----
Huggulegt haustkvöld í Jarðböðunum með Unu Torfa✨
Una Torfa er lagasmiður og söngkona úr Vesturbænum sem semur lög á íslensku um ástir, höfnun, hjartasár og hamingju. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum. Laglínurnar dansa í takt við textana sem Una syngur á meðan hún spilar á gítar og píanó.
Nú í sumar lögðu Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, af stað í músíkalst ferðalag um landið. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri.
Nú endurtaka þau leikinn og halda tónleika í Jarðböðunum við Mývatn. Ekki láta ykkur vanta!🩵
Miði á tónleikana er innifalinn í aðgangi í böðin og miðasala fer fram á heimasíðu Jarðbaðanna -> https://myvatnnaturebaths.is/is/book-ticket
Ertu korthafi? Bókaðu þig með því að hringja í síma 464-4411, senda tölvupóst á info@jardbodin.is eða senda skilaboð á messenger.




