Fréttir

Eftir Ragnhildur Holm 8. desember 2025
Tímabundin lokun í Jarðböðunum
Eftir Ragnhildur Holm 24. nóvember 2025
Árleg baðferð Jólasveinanna í Dimmuborgum
8. september 2025
❣️UPPFÆRT VEGNA VEÐURS❣️ Kæru gestir! Jæja, við ráðum víst ekki veðrinu og í ljósi afar óhagstæðrar veðurspár þá höfum við tekið ákvörðun um að færa tónleikana inn í Kaffi Kviku annaðkvöld og bjóða upp á huggulega stemningu þar kl. 20:00 Þetta þýðir það að baðferð undir ljúfum tónum Unu gengur ekki upp en auðvitað velkomið að nýta miðann og fara í bað fyrir eða eftir tónleika. Fyrir þá sem ekki kjósa það fá gjafabréf og eiga inni baðferð síðar meir Til ykkar sem ekki voru búin að kaupa miða í lónið - örvæntið ekki! Við bjóðum ykkur öll velkomin í Kaffi Kviku og verðum að sjálfsögðu með tilboð á barnum en einnig á okkar klassísku súpum og léttu réttum. Við hlökkum til að taka á móti ykkur annaðkvöld! ---- Huggulegt haustkvöld í Jarðböðunum með Unu Torfa✨ Una Torfa er lagasmiður og söngkona úr Vesturbænum sem semur lög á íslensku um ástir, höfnun, hjartasár og hamingju. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum. Laglínurnar dansa í takt við textana sem Una syngur á meðan hún spilar á gítar og píanó. Nú í sumar lögðu Una Torfa og Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, af stað í músíkalst ferðalag um landið. Parið hefur marga músíkfjöruna sopið, þau hafa flakkað um landið og flutt lög í stórum sölum og litlum kirkjum, fyrir fólk á öllum aldri á blíðviðriskvöldum og í óveðri. Nú endurtaka þau leikinn og halda tónleika í Jarðböðunum við Mývatn. Ekki láta ykkur vanta!🩵 Miði á tónleikana er innifalinn í aðgangi í böðin og miðasala fer fram á heimasíðu Jarðbaðanna -> https://myvatnnaturebaths.is/is/book-ticket Ertu korthafi? Bókaðu þig með því að hringja í síma 464-4411, senda tölvupóst á info@jardbodin.is eða senda skilaboð á messenger.
10. janúar 2025
Erum við að leita að þér? Laus störf á baðvakt og á kaffihúsinu okkar í sumar . Störfin fela meðal annars í sér baðvörslu, afgreiðslu, hefðbundin kaffihúsastörf, þrif og fleira. Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lipurð í starfi er nauðsyn og viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku. Reynsla af afgreiðslustörfum og þrifum er mikill kostur. Um vaktavinnu er að ræða og aldurstakmark er 18 ár. Húsnæði er í boði í þorpinu Reykjahlíð.  Hvernig væri að slá til og koma að vinna í sveitinni? Umsóknir berist á netfangið ragnhildur@jardbodin.is
17. desember 2024
Opnunartími yfir jól og áramót 24. desember: 12:00-16:00 25. desember: 12:00-16:00 26.-30. desember: 12:00-22:00 31. desember: 12:00-16:00 1. janúar: LOKAÐ Hugheilar jóla- og nýárskveðjur frá öllum í Jarðböðunum!
3. desember 2024
Ekki missa af hinu árlega jólabaði Jólasveinanna í Dimmuborgum sem verður hjá okkur þann 7. desember kl. 16:00. Bræðurnir eru misglaðir með þessa hefð og sumir gætu hugsað sér margt annað skemmtilegra að gera rétt fyrir jól. En í bað skulu þeir og við mælum með að þú látir þig ekki vanta á þennan einstaklega áhugaverða bað-viðburð! Miðasala fer fram á www.tix.is og við minnum korthafa á að panta miða með því að hringja í síma 464-4411, senda okkur póst á info@jardbodin.is eða senda okkur skilaboð á messenger. Við hlökkum til að sjá ykkur á þessum skemmtilegasta degi ársins!
3. desember 2024
Vegleg aðventutilboð í búðinni okkar og á árskortum! Tilboðin í búðinni gilda til og með 24. desember og tilboðin á árskortum gilda til og með 31. desember. Allskonar til hjá okkur, bæði í mjúku og hörðu pakkana❤️
3. september 2024
JóiPé og Króli ætla að koma fram í Jarðböðunum við Mývatn þann 20. september í tilefni af Goslokahátíð Kröflu! Heimamaðurinn flyguy mun sjá um upphitun og stígur á bakkann kl. 20:00 og þeir félagar fylgja í beinu framhaldi. Miði á tónleikana er innifalinn í aðgangi í böðin og miðasala fer fram hér á heimasíðunni okkar, smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að komast beint í bókunarferlið. *Korthafar bóka miða með því að hringja í 464-4411, senda tölvupóst á info@jardbodin.is eða senda okkur skilaboð á Messenger*
26. júní 2024
Þann 30. júní næstkomandi verða 20 ár liðin frá opnun Jarðbaðanna við Mývatn. Í tilefni þess ætlum við að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá laugardaginn 29. júní, þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Hér er hlekkur á viðburðinn okkar á Facebook.  Við bjóðum einnig upp á 20% afslátt í tilefni tvítugsafsmælisins með kóðanum JARDBODIN20ARA sem gildir bæði laugardag og sunnudag, ásamt dúndurtilboðum á barnum. Best er að bóka á heimasíðunni okkar, hérna .
16. janúar 2024
Jarðböðin við Mývatn leita eftir góðu starfsfólki fyrir sumarið 2024. Störfin fela meðal annars í sér baðvörslu, afgreiðslu, hefðbundin kaffihúsastörf, þrif og fleira. Um vaktavinnu er að ræða. Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lipurð í starfi er nauðsyn og viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku. Reynsla af afgreiðslustörfum og þrifum er mikill kostur. Aldurstakmark 18 ár. Húsnæði er í boði. Umsóknir berist á netfangið ragnhildur@jardbodin.is Jarðböðin leita einnig eftir yfirmanni í Kaffi Kviku. Helstu verkefni eru hefðbundin rekstrarstörf ásamt þróun á nýjum veitingastað sem opnar í nýju húsnæði Jarðbaðanna árið 2025. Um dagvinnu er að ræða. Viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku.  Færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lipurð í starfi er nauðsyn og viðkomandi verður að hafa gott vald á íslensku og ensku. Menntun sem nýtist í starfi er æskileg og reynsla af sambærilegu starfi er nauðsynleg. Starfsmaður þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Aldurstakmark er 18 ár. Húsnæði er í boði. Umsóknir berist á netfangið ragnhildur@jardbodin.is